Uppbygging húsþaka

Mismunandi þök kalla á ólíka nálgun í uppbyggingu á þakefninu og lögum þakefnis.

Viðsnúið þak

Einangrun er lögð ofan á þakdúkinn að utanverðu.


Ávinningurinn er að einangrun er fljótleg og minni kostnaður í pappalögn.


Einangrunin er utandyra og því býður það upp á hærri lofthæð að innan.


Þessi lausn er orðin algengari í dag.

Nánar um Viðsnúið þak

Heitt þak

Steinullareinangrun kemur inn á milli pappalaganna, að utanverðu.


Ávinningurinn er að hægt er að einangra eftirá.


Hægt er að hafa einangrunina utandyra og því býður það upp á hærri lofthæð að innan.


Þessi lausn er orðin algengari í dag.

Nánar um heitt þak

Kalt þak

Tvö lög af pappa, lagt ofaná ýmist stein eða timbur.


Ávinningurinn er lægri kostnaður við pappalögn.


Hægt að setja einangrun innanfrá áður eða eftir að búið er að setja þakpappa.

Nánar um kalt þak

Þak með gróðri

Hér er um að ræða heitt þak eða viðsnúið þak en að auki er farg ofan á.


Ávinningur er jafnara hitastig á pappanum því gróðurinn ver hann gegn sólinni.


Vinsældir þessarar lausnar hafa aukist.

Við erum klár í samtalið um þínar þarfir

Heyrðu í okkur og fáðu ráðgjöf um hvað hentar þínum þörfum, annað hvort með símtali eða fyrirspurn hérna af síðunni.

Hafa samband