Heitt þak

Mismunandi þök kalla á ólíka nálgun í uppbyggingu á þakefninu og lögum þakefnis.

Heitt þak

Steinullareinangrun kemur inn á milli pappalaganna að utanverðu.


Ávinningurinn er að hægt er að einangra eftirá.


Hægt er að hafa einangrunina utandyra og því býður það upp á hærri lofthæð að innan.

Dæmi um uppbyggingu

  • Þakflötur og kantar grunnaðir með Index grunni á hreinan og sléttan þakflöt.


  • Rakavarnarlag er soðið á þakflöt og upp á kanta með gasloga. Þakpappinn er látinn skarast um 8-10 cm á langhlið og 15 cm þversum. Þakdúkurinn er lagður eftir stefnu þakhalla.


  • Steinullareinangrun eru lögð ofan á rakavarnarlag og passað að lagt sé þétt saman að köntum svo ekki myndist kuldabrú.


  • Undirlag er lagt ofaná á steinull og brætt saman á samskeytum.


  • Dýflur boraðar í gegn og skrúfaðar í þakflöt.


  • Brætt yfir dýflur.


  • Yfirlag er látið skarast við miðju undirlags.


Fleiri útfærslur á heitu þaki


Á heit þök er t.d. hægt að setja eftirfarandi:


  • Yfirpappa
  • Möl
  • Hellur
  • Torf
  • Svo er hægt að blanda þessu öllu saman

Við erum klár í samtalið um þínar þarfir

Heyrðu í okkur og fáðu ráðgjöf um hvað hentar þínum þörfum, annað hvort með símtali eða fyrirspurn hérna af síðunni.

Hafa samband